Hin árlega hönnunarhátíð Hönnunarmars hefst á miðvikudag, tveimur mánuðum á eftir áætlun. Alfrun Palsdóttir kynningarstjóri heimsækir lestina í síðari hluta þáttarins og segir frá hátíðinni.
Og meira af hönnun. Hún var fatahönnuður, hann teiknaði myndasögur. Gæti einu sinni Avril Lavigne gert þetta nokkuð augljósara? Jú kannski, því í fyrstu virðast Eygló og Hugleikur Dagsson ekki augljós samsetning listamanna en nú hafa þau engu að síður unnið saman að fatalínu sem sýnd verður á hönnunarmars. En hvernig föt eru þau eiginlega að sýna?
Xinyu Zhang (Sinn-ju Dhjang), bókmenntafræðingur og þýðandi, flytur okkur pistil í Lestinni í dag um það ?að kunna ekkert annað? og hvað þetta þýðir í raun og veru.
En við byrjum vikuna eins og alltaf þessa dagana á íslenskri bíóklassík. Í þetta sinn er það Vonarstræti.