Á föstudag kemur tónskáldið og gítarleikarinn Brynjar Daðason fram á tónleikum í Mengi ásamt hljómsveit. Hann gaf út sína fyrstu plötu í desember, ?Pretty Late? sem kom út á vegum Mengi Records, en upptökum stýrði Skúli Sverrisson. Tónlistin er sveimandi tilraunatónlist þar sem gítarinn er í fyrirrúmi. Við ræðum við gítarleikarann unga.
Eftir að hafa rekist á bók eftir konu sem hafði kennt femínska sjálfsvörn í 30 ár setti Elínborg Hörpu og Önundardóttir sig í samband við hana og óskaði eftir því að fá að læra af henni. Og nú um helgina standa félagasamtökin Slagtog fyrir námskeiði í femínskri sjálfsvörn fyrir konur og transfólk. Við ætlum að kynna okkur þetta fyrirbæri, sem er samkvæmt Elínborgu, öflug forvörn gegn ofbeldi.
Þriðja þáttaröðin af teiknimyndaþáttunum Love Death and Robots er komin á streymisveituna Netflix. Hver þáttur er sjálfstæð saga teiknuð í sínum sérstaka stíl. En allir takast þættirnir á við framtíðina, tækni og vísindaskáldskap. Salvör Bergmann rýnir í þættina.