Við leitum uppi ferðadagbækur sem komið hefur verið fyrir á bekkjum í almenningsrýminu í Reykjavík
Önnur plata svartmálmsrokksveitarinnar Misþyrmingar, Algleymi kom út í lok maí. Misþyrming hefur á undanförnum árum orðið ein þekktasta íslenska þungarokksveitin á hinum alþjóðlega vettvangi. Þetta er svartmálmur, blakkmetall, eins og hann gerist bestur. Hávær og harður, ómstrýður og groddalegur. En líka á köflum melódískur. Platan hefur hlotið góðar viðtökur og komst meðal annars á Billboard-metsölulistann í Bandaríkjunum yfir mest seldu erlendu plöturnar í byrjun júní. Við ræðum við forsprakka sveitarinnar í Lestinni í dag.
Djöflar og englar koma svo við sögu í sjónvarpspistli dagsins. En Áslaug Torfadóttir fjallar um sjónvarpsþættina Good Omen, en nýlega var gerð sjónvarpsþáttaröð byggð á samnefndri bók, guðfræðilegri grínfantasíu, eftir þá Terry Pratchett og Neil Gaiman.