Við ræðum við Eyjólf Kjalar Emilsson, prófessor í heimspeki við háskólann í Osló, um nýja þýðingu hans á samræðunni Fædros eftir gríska heimspekinginn Platón. Þessi 2400 ára samræða er stórskemmtileg og í henni tekst söguhetjan Sókrates á við ýmis krassandi viðfangsefni, popúlíska ræðulist, gagnsleysi ritmálsins og samkynhneigðar ástir.
Það hefur ekki farið mikið fyrir söngkonunni Duffy undanfarið. Hún átti eina vinsælustu plötu fyrsta áratugarins gerði aðra minni plötu, og hvarf svo. Fyrir 24 tímum var hún þó skyndilega komin á Instagram, þar sem hún útskýrði afhverju hún þurfti að hverfa úr sviðsljósinu.
Brynhildur Bolladóttir tekur sér svo far með Lestinni í dag. Hún segir okkur frá raunveruleikaþættinum Survivor sem hefur verið á skjánum í 20 ár um þessar mundir, öllum að óvörum. Hún ræðir langl