633 börn, þar af 66 ein síns liðs sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi á árunum 2016 til 2018. Að undanförnu hafa Unicef og vöruhönnuðrinn Búi Bjarmar Aðalsteinsson, skoðað hvernig staðið er að móttöku flóttabarna hér á landi út frá sjónarhóli barnanna sjálfra. Búi Bjarmar verður í Lestinni í dag.
Galdrar og álög eru allt í kringum okkar. Tómas Ævar Ólafsson pistlahöfundur Lestarinnar er til að mynda handviss um að langvinn flensa sem hann lagðist í á dögunum sé til komin vegna bölvunar sem var lögð á hann.
Við höldum áfram að skoða fyrirbærið innblástur hér í Lestinni á miðvikudögum. Að þessu sinni ræðir Anna Gyða Sigurgísladóttir við Sunnu Ástþórsdóttur, verkefnastjóra hjá Nýlistasafninu um hvað fyllir hana innblæstri og hvernig þetta merkilega fyrirbæri lýsir sér.
Þá er þriðji hluti örseríunnar Mc'blessi Ísland að sjálfsögðu á sínum stað í tilefni af 10 ára ártíð McDonald's. Í dag er sjálft hamborgarahrunið tekið fyrir, þar sem skyndibitarisinn riðaði til falls og íslenskur hálfbróðir, Metro, kom í hans stað.