Í kvöld verður grínmyndin Northern Comfort frumsýnd. Leikstjóri myndarinnar er Hafsteinn Gunnar Sigurðsson. Hann skrifaði einnig handritið, ásamt Halldóri Halldórssyni Laxnes og Tobias Munthe. Flughræðsla er meginstef myndarinnar og hana þekkir Dóri Dna, af eigin reynslu.
Við höldum áfram að flytja seríuna McBlessi Ísland frá árinu 2019. Anna Marsibil Clausen rekur sögu McDonalds á Íslandi.
Og við lítum við í skiltagerðinni Bræðurnir Baldursson en í samstarfi við listasafn Íslands stilltu þeir upp sýningu á textaverkum sem hluta af sýningunni Myndlistin okkar.