Í þættinum í dag verður meðal annars rætt við íslenska nemendur í erlendum háskólum. Margir þeirra hafa flúið heim til Íslands á meðan á ástandið gengur yfir. Þeir lýsa breyttum aðstæðum í náminum, fjar-fyrirlestrum á nóttunni, dansæfingum á stofugólfinu og hópavinnu tímabelta á milli.
Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands, ræðir um covid-kennslu og áhrif faraldursins á framtíð menntunar.
Við heyrum um hjón sem hafa bæði þurft að skrá sig á atvinnuleysisbætur, í fyrsta skipti á ævinni, nú þegar þau nálgast sextugt
En við byrjum á nafnlausri frásögn sem við fengum senda inn í gegnum vefinn okkar, sögur úr kófinu.