Fjórði þátturinn í sérútgáfu Lestarinnar: Fordæmalausir tímar. En um þessar mundir helgar Lestin tvo þætti í viku sögum úr faraldrinum.
Í dag ræðum við um tækni, um það hvernig stjórnvöld og einstaklingar hafa notað tæknina til að berjast gegn veirunni og veltum fyrir okkur hvort langvarandi samkomubann muni breyta tækninotkun almennings til frambúðar. Við ræðum við Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóra netöryggisfyrirtækisins Syndis, og Thamar Melanie Heijstra, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands
Við sláumst í för með meðlimi smitrakningarteymis Ríkislögreglustjóra og fylgjumst með vinnu þess bakvið tjöldin.
Og svo heyrum við samtal ungs pars sem hefur verið aðskilið í þrjár vikur vegna veirunnar og heldur sambandinu gangandi í gegnum fjarskiptabúnað.