Sjötti þáttur sérútgáfu Lestarinnar: Fordæmalausir tímar.
Í þetta sinn beinum við sjónum okkar stöðu listanna í heimsfaraldrinum.
Við fylgjumst meðal annars með meðlimum Vesturports taka niður sett sem aldrei var notað, þar sem ekki er hægt að halda tveggja metra reglunni við tökur á sjónvarpsþáttum.
Við heyrum sögur af listamönnum sem misst hafa lífsviðurværið vegna veirunnar.
Og við ræðum áhrif faraldursins á listsköpun og miðlun við þau Margrét Elísabetu Ólafsdóttur, listfræðing, og Ásgeir Ingólfsson, menningarblaðamann.