Áttundi þátturinn af sérútgáfu Lestarinar, Fordæmalausir tímar. Í þessum þáttum reyna dagskrárgerðarmenn Lestarinnar að skrásetja hina undarlegu tíma sem við erum að upplifa, það hvernig fólk er að takast á við lífið í miðjum Covid-19 heimsfaraldri.Þar eru sagðar persónulegar sögur úr kófinu, við heimsækjum framlínuna í baráttunni við faraldurinn og veltum fyrir okkur framtíðinni.
Í þætti dagsins beinum við sjónum okkar að fréttum og upplýsingamiðlun. Við fylgjum blaðamanni Stöðvar 2 á daglegan upplýsingafund Almannavarna.
Rætt verður við Kristjönu Ásbjörnsdóttur faraldursfræðing við háskólann í Washington, en hún hefur þurft að rökræða um faraldurinn við sjálfskipaða sérfræðinga á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur.
Og við ræðum um upplýsingaóreiðu og áreiðanleika frétta við þá Finn Dellsén, heimspeking, og Hauk Má Helgason, rithöfund og blaðamann.