Við skoðum pólitískar afstöður og afstöðuleysi, og siðferðislegar spurningar sem vakna þegar horft er á og fjallað um HM í fótbolta karla sem hófst í Katar þann 20. nóvember síðastliðinn.
Tónlistar- og myndlistarkonan Berglind Ágústsdóttir hefur gefið út tilraunakennt diskó popp undir eigin nafni í árabil. Í september kom ný plata frá henni, Lost at war, sem hún tileinkar vinum sínum Hauki Hilmarssyni og Jóhanni Jóhannssyni. Við gerð plötunnar vann hún úr erfiðum tilfinningum, sorg og missi, og það kveður við nýjan tón. Lost at war er fyrsta plata Berglindar sem hún gefur út undir listamannsnafninu Siggi Ólafsson, sem er alter-egó listakonunnar.
Viktoría Blöndal ræðir við fyrrum atvinnumann í fótbolta, sem glímdi við meiðlsi á ferli sínum, Garðar Gunnlaugsson. Hvað gera fótboltamenn þegar þeir mega ekki og geta ekki spilað. Innslagið er þriðja í röð fjögurra innslaga um fótboltaást.