Fyrr í þessari viku ræddum við í Lestinni við Konráð Darra Birgisson, eða Kid Krono eins og hann kallar sig. En það vakti athygli að þessi 17 ára menntaskólanemi er einn höfunda lagsins Louie Bags á væntanlegri plötu Kanye West, Donda 2. Lýsing hans á aðkomunni að laginu vakti athygli mína, vikulega sendir hann lúppur, litlar melódíur eða lagabúta, sem hann hefur búið til á stóran lista af pródúserum, í von um að þeir nota melódíurnar í sína takta, sem þeir senda svo á frægari pródúsera sem koma þeim svo að lokum til stjarnanna. Arnar Ingi Ingason, lagasmiður og pródúsent, kemur við og útskýrir lagasmíðaiðnaðinn í hip-hop heiminum.
Við heimsækjum sýningarrýmið Open úti á Granda, en um helgina fer þar fram útsala á myndlist, allt á að seljast á miklum afslætti á sýningu sem mögulega er um leið krítík á söluvöruvæðingu íslensks myndlistarlífs
Ásgeir H. Ingólfsson flytur seinni pistil sinn frá kvikmyndahátíðinni í Berlín sem fór fram í síðasta mánuði. Hann rýnir í Svissnesku myndina Órói sem fjallar um rússneska anarkistann og kortagerðamanninn Kropotkin og sv tvær austurevrópskar myndir, Kjörbúðin og Verkalýðshetjur.