Síðasta tölublað Fréttablaðsins kom út í lok síðasta mánaðar, þar með er aðeins eitt dagblað prentað hér á landi, Morgunblaðið. Eru þetta endalok íslenskrar dagblaðaútgáfu? Er öllum alveg sama? Eru hlaðvörp með sterkri afstöðu, Tiktok-fréttir og algóryþminn framtíð fjölmiðlunar?
Við ætlum að velta fyrir okkur dauða Fréttablaðsins og framtíð fjölmiðlunar, með þremur gestum, sem öll eru undir þrítugu en hafa engu að síður öll starfað í fjölmiðlum um nokkurra ára skeið. Þetta eru Snorri Másson, blaðamaður á Vísi og Íslandi í dag, Jón Þór Stefánsson, sem er atvinnulaus eftir að Fréttablaðið fór í þrot og Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir, sem hefur starfað á Fréttatímanum, 101 útvarpi auk þess sem hún stofnaði veftímaritið Blæ fyrir tæpum áratug.