Gunnar Theodór Eggertsson rýnir í tölvuteiknimyndina Frozen 2 og nýjustu kvikmyndin Martins Scorcese The Irishman.
Við sökkvum okkur svo ofan í heim bandaríska hryllingssagna-höfundarins H.P. Lovecraft með Úlfhildi Dagsdóttur en hún skrifar grein í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar um áhrif Lovecrafts á afþreyingarmenningu samtímans, allt frá íslenskum myndasögum til bandarískra sjónvarpsþáttaraða.
Við fjöllum um flækjupúðann, Notknot eftir hönnuðinn Ragnheiði Ösp Sigurðardóttur, sem hefur notið mikilla vinsælda síðustu misseri, og yfirvofandi breytingar á framleiðslu hans.