Fyrr í mánuðinum var tilkynnt að veitingastaðurinn Dill hlyti Michelin-stjörnu annað árið í röð. Staðurinn varð árið 2017 fyrsta íslenska veitingahúsið til að hljóta þessa miklu viðurkenningu, missti hana reyndar í eitt ár 2019 en hefur endurheimt hana og rígheldur í stjörnuna. Gunnar Karl Gíslason, stofnandi og yfirkokkur á veitingastaðnum Dill, sest um borð í Lestina og spjallar um Nýja norræna eldhúsið, um það hvernig veiking íslensku krónunnar leiddi til nýsköpunar í eldhúsinu, um frosna dumplings og Mark Lanegan.