Við pælum í ástæðum þess að gervigreindar spjallmenni á borð við ChatGPT skálda nýjar staðreyndir ef þær vita ekki þær réttu. Við ræðum við Stefán Ólafsson, lektor í HR, um bullandi spjallmenni.
Davíð Roach Gunnarsson fjallar um nýjustu plötuna frá sænska tónlistarkvárnum Fever Ray, Radical Romantics.
Í gær var dagur listdansskólanna, og fyrrum og núverandi dansnemendur minntu á mikilvægi þess að á Íslandi væri metnaðarfull danskennsla. Í byrjun mars tilkynnti Listdansskóli Íslands að öllu starfsfólki skólans hefði verið sagt upp og framtíð skólans í óvissu. Við ætlum í tíma í fullorðinsballett og ræða ballett og allt það góða og slæma sem honum fylgir við fyrrum og núverandi dansnemendur.