Í dag eru tvær vikur frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Fréttirnir af stríðinu bárust mörgum fyrst með tik-tok myndböndum frá rússneskum hermönnum, og svo hefur heimsbyggðin nánast haft milliliðalausan aðgang að stríðssvæðinu í gegnum símamyndbönd sem er dreift á hinum ýmsu samfélagsmiðla. Stríðið hefur þannig verið nefnt fyrsta tik-tok stríðið. Í Lestinni í dag ætlum við að tala um hvernig stríðið birtist okkur á samfélagsmiðlum og netinu. Gestir eru Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari, myndlistarmaður og menningarritstjóri Morgunblaðsins. Þóra Tómasdóttir, fjölmiðlakona, og Jóhann Kristófer Stefánsson, tón og sviðslistamaður. Einnig er rætt við Victoriu Bakshina, nema við Háskóla Íslands.