Í fyrra kom út enn ein Gosa myndin, Guillermo Del Toro's Pinocchio á Netflix. Endurgerðir og aðlaganir af þessari frægu ítölsku barnasögu frá síðari hluta 19. aldar eru óteljandi en það er kannski ekki skrýtið að það sé dekkri og dularfyllri tónn en venjulega í þessari mynd furðusagnaleikstjórans Del Toro. Við ræðum um Gosa, dauðann, fasisma og völd við Hildi Ýr Ísberg.
Við gerum upp þátttöku Íslands á HM í handbolta en lítum um leið til fortíðar á annað stórmót, þegar Ísland lék á HM í Austur-Þýskalandi 1958. Við tölum við afa Lóu, Val Benediktsson, fyrrum landsliðskappa í handbolta og heyrum hans hugleiðingar um sigrana, töpin, þjóðarhöllina og handboltann.