Við kynnum okkur manninn sem er oft sagður fyrsti stríðsljósmyndari sögunnar, Roger Fenton, og spurningar um hvort hans frægasta stríðsljósmynd sé mögulega sviðsett. Fenton ferðaðist austur á Krímskaga árið 1855 til að skrásetja stríð vesturveldanna gegn Rússlandi og sannfæra breskan almenning um að rétt væri að halda óvinsælum stríðsrekstrinum áfram.
Um daginn kláraðist önnur þáttaröð HBO þáttana Euphoria. Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda og óhætt að fullyrða að stærstur hluti aðdáanda þáttana eru unglingar. Tala mætti um einskonar Euphoria æði. Hvað er það við þessa þætti sem fær unglinga til að vakna fyrir allar aldir til að horfa á þá? Við greinum Euphoria æðið með aðstoð poppfræðingsins Arnars Eggerts Thoroddsen og tveggja unglingsdætra hans, þeirra Ísoldar og Karólínu.