Við endurflytjum pallborðsumræður frá því í byrjun september um gagnrýni. Listgagnrýni hefur verið mikilvægur þáttur í menningarumræðunni svo öldum skiptir. En fjölmiðlalandslagið, umræðuvettvangurinn og menningin öll hefur breyst mikið á 21. öldinni. Internetið og samfélagsmiðlar áttu að lýðræðisvæða menningarumræðuna, en eru kannski að ganga að henni dauðri.
Á pallborðið mættu þrír gestir sem hafa allir setið beggja vegna borðsins, verið gagnrýndir og starfað sem gagnrýnendur: Atli Bollason, Auður Jónsdóttir og Magnús Jochum Pálsson.