Kristján og Lóa fengu hugmynd: Að framleiða fyrsta íslenska útvarpsþáttinn sem er alfarið búinn til af gervigreind. Það reynist flóknara mál en þau óraði fyrir, bæði hvað framkvæmdina varðar og siðferðislega svo nú eru þau í vandræðum. Getur þátturinn í alvöru orðið að veruleika? Hvað þýðir það að tölva geti talað með röddinni þeirra? Mun tæknin gera þau atvinnulaus? Í þessum fyrsta þætti reyna þau að komast að því hvar þau eiga að byrja. Hver eru fyrstu skrefin? Hvernig gera þau sig óþörf? Þau rekast á hindranir og þurfa að meta stöðuna alveg upp á nýtt.