Kristján og Lóa fengu hugmynd: Að framleiða fyrsta íslenska útvarpsþáttinn sem er alfarið búinn til af gervigreind. Í þessum þætti tekur gervigreindin viðtöl við mennsku viðmælendurnar, Kristján og Lóa reyna að finna tónlist í þáttinn, sem þarf auðvitað að vera samin af gervigreind. Þau fá svör, ekki öll svörin kannski, en einhver svör, við stóru spurningum sínum um gervigreind. Og svo er ekkert eftir nema að senda þáttinn til yfirferðar hjá tæknimanni, Lydíu Grétarsdóttur.
Í þessari seríu höfum við verið að nota tónlist eftir íslensku hljómsveitina Konsulat og bandarísku tónlistarkonuna Jlin.