Síðar í vikunni verður frumsýnd heimildarmyndin Góði Hirðirinn eftir Helgu Rakel Rafnsdóttur, mynd sem er tekin á Garðstöðum við Ísafjarðardjúp, þar sem Þorbjörn Steingrímsson hefur sankað að sér hundruðum bílhræja.
Við heyrum þriðja innslagið af blaðlauknum frá Jón Torfa Arasyni og Þórdísi Claessen. Í þessum innslögum sínum flysja þau lögin af ýmsum hversdagslegum fyrirbærum, og í dag eru það húsfélög sem þau ætla að fjalla um. Þau ræða við Helga Eirík Eyjólfsson, félagsfræðing sem er formaður í stóru húsfélagi í Laugardalnum.
Og við hringjum í Gísla Darra Halldórsson sem er staddur í Los Angeles þar sem hann mætti á Óskarsverðlaunahátíðina en hann var tilnefndur til verðlaunanna fyrir bestu stuttu teiknimyndina.