Ef þú kíkir inn á vefsíðu Gallerí Foldar hlustandi góður þá getur þú ekki bara boðið í olímálverk, prent eða skúlptúra, þú getur freistað þess að eignast gjörning sem hófst í nóvember í fyrra og stendur enn yfir. Það er listamaðurinn Odee sem býður til sölu stafrænt upprunavottvorð fyrir gjörninginn Mom Air, en í lok síðasta árs blekkti hann fjölda fólks og fjölmiðla með falskri ásýnd nýs flugfélags.
Við sökkvum okkur ofan í sögu duldar markaðssetningar í Hollywood kvikmyndum. Þetta er fyrsti pistillinn af þremur þar sem Steindór Grétar Jónsson veltir fyrir sér annarlegum sjónarmiðum við framleiðslu kvikmynda. James Bond og Josie and the Pussycats koma meðal annars við sögu.
Og við veltum fyrir okkur híbýlanna litadýrð. Húsaverndarstofa vinnur nú að útgáfu leiðbeiningabæklings sem aðstoða á fólk við viðeigandi val á litum á húsamálningu eftir aldri og hönnun bygginganna. Alma Sigurðardóttir og Hjörleifur Stefánsson hjá Húsverndarstofu ræða um húsamálningu og val á réttu hefðbundnu litunum á hús