Björn Brynjúlfur Björnsson er ráðgjafi, frumkvöðull, hagfræðingur og ýmislegt fleira. Hann nam við Oxford háskóla, starfaði hjá nafntoguðum fyrirtækjum á borð við McKinsey og Credit Suisse en lærði samhliða því betur hvað Ísland hefur upp á að bjóða og sneri heim. Síðan hefur hann stofnað námsfyrirtæki, leiðbeint ríkisstjórn í krísu, stutt forstjóra sem þurfa að skilja mikið á stuttum tíma og sitthvað fleira.