Við kíkjum á Grammy-verðlaunahátíðina sem fram fór um helgina og rifjum upp viðtal við plötusnúðinn Natalie Gunnarsdóttur um house tónlist og Renaissance, nýjustu plötu Beyoncé. Beyoncé hefur nú hlotið flest Grammy-verðlaun allra listamanna.
Hallgrímur Árnason myndlistarmaður sem búsettur er í Vín opnar sína fyrstu einkasýningu um helgina þar sem hann sýnir abstrakt verk á óhefðbundinn hátt þar sem bakhlið málverkanna leikur jafnstórt hlutverk og framhliðin. Við sláum á þráðinn til Vinar til að forvitnast um sýninguna, sem hann kallar fehlerhaft [k?tl?ð].
Að lokum leit Vigdís Hafliðadóttir við í Lestinni, hún er söngkona hljómsveitarinnar FLOTT sem sendi frá sér lagið Hún ógnar mér á dögunum. Þura Stína Kristleifsdóttir, Reykjavíkurdóttir og leikstjóri tónlistarmyndbandsins við lagið var á línunni frá Mílan.