Davíð Þór Jónsson er sóknarprestur í Laugarneskirkju en á öðru tímabili í lífi hans var hann grínisti. Við veltum því fyrir okkur hvers vegna grínistar, spjallþátta- og hlaðvarpsþáttastjórnendur eru í auknum mæli farnir að tjá sig á hátt sem svipar til predikana, Hvar heyrir fólk predikanir í dag og hlutverk hvers er það orðið að predika?
Á undanförnum áratugum hefur átt sér stað ákveðin breyting í listheiminum. Æ fleiri listamenn reyna að færa sig út úr hefðbundnum rýmum listarinnar og beita sér með beinum hætti í samfélaginu, þeir nota listina sem hálfgert inngrip í ýmis önnur félagsleg rými, styðja við flóttamenn og undirokaða hópa, reyna að skapa samfélög og samfélagslegar breytingar frekar en bara listhluti. Við gætum kallað þetta þáttökulist, samvinnulist, samfélagslist eða félagslega afstöðulist. Um slíka afstöðulist verður rætt í Háskóla Íslands um helgina á málþingi þar sem erlendir og íslenskir fræði og listamenn koma saman.