Misheppnaði helgarpabbinn Hrólfur er viðfangsefni nýrra íslenskra grínþátta, Vesen, á Sjónvarpi Símans. Mið-íslenska landsliðið í gríni er í aukahlutverkum en það er Jóhann Alfreð túlkar Hrólf. Leikstjóri þáttanna og handritshöfundar heimsækja Lestina, þau Gaukur Úlfarsson og Anna Hafþórsdóttir.
Bugonia nefnist nýjasta kvikmynd gríska leikstjórans Yorgos Lanthimos, sem hefur áður vakið athygli fyrir skringimyndar sínar eins og The Favorite, Poor things, The Lobster og Dogtooth. Emma Stone, Jesse Plemons og Aiden Delbis eru í burðarhlutverkum í þessari mynd sem fjallar um sannfærða samsæriskenningasmiði sem ræna forstjóra stórfyrirtækis, sem þeir telja vera geimveru í dulargervi.
Við bindum svo lokahnútinn á Iceland Airwaves umfjöllun Lestarinnar þetta árið með pistli frá þáttakanda í Fídbakk, tónlistarpennaverkefni Tónlistarmiðstöðvar og Reykjavík Grapevine. Francis Laufkvist Kristinsbur segir frá sinni upplifun af hátíðinni í ár.