Lestin

Grísalappalísa hættir, Mc' blessi Ísland, In Touch, Empress of


Listen Later

Á föstudag eru 10 ár liðin frá því að McDonald?s lagði upp laupana á Íslandi. Ástæðan var sögð bág staða krónunnar í kjölfar hruns og almenningur tók brotthvarf skyndibitarisans nærri sér - upplifði það sem enn annað höggið í þá þegar laskað þjóðarstoltið. Við gátum ekki rekið banka, og nú gátum við ekki einu sinni rekið McDonald?s! Margir vonuðu eflaust að aðeins væri um tímabundin aðskilnað að ræða en nú, tíu árum síðar hafa Big Mac og félagar enn ekki snúið aftur. Á næstu dögum lítur Lestin yfir söguna, upprunan, áhrifin og endalokin í fjögurra hluta örseríunni Mc?blessi Ísland.
Rokkhljómsveitin Grísalappalísa kom eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf árið 2012 með hreissilegum súrkálsrokkbræðingi og bókmenntalegum textum um óheflaðar tilfinningar og villt líferni. Síðar í vikunni kemur út þriðja hljóðversplata septetins, Týnda Rásin, en hún verður sú síðasta áður en Grísalappalísa leggur upp laupana. Lestin brunar inn á týndu rásina með Grísalappalísu, Gunnar Ragnarsson, söngvari, og Tumi Árnason, saxófónleikari, verða leiðsögumenn okkar.
Marta Sigríður Pétursdóttir rýnir í pólsk-íslensku heimildamyndina In Touch, sem gefur okkur merkilega innsýn í líf fólks í litlum bæ í norðaustur Póllandi, en um þriðjungur íbúanna, 400 manns, hefur flust búferlum til Íslands á undanförnum árum og áratugum. Það er ekki síst tengslin og tengslaleysið við hina brottfluttu sem fjallað er um í þessari athyglisverðu heimildarmynd.
Jelena Ciric heldur áfram að fjalla um tónlistarmenn af blönduðum uppruna en þennan mánudaginn tekur hún fyrir Lorely Rodriguez. Rodriguez er alin upp í Bandaríkjunum en móðir hennar er frá Hondúras. Þessir ólíku menningarheimar mætast í raftónlist hennar sem hún semur undir listamannsnafninu Empress of
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

LestinBy RÚV

  • 4.8
  • 4.8
  • 4.8
  • 4.8
  • 4.8

4.8

5 ratings


More shows like Lestin

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

480 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

150 Listeners

Þarf alltaf að vera grín? by Þarf alltaf að vera grín?

Þarf alltaf að vera grín?

218 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

93 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

14 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Teboðið by Birta Líf og Sunneva Einars

Teboðið

32 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

12 Listeners

LANGA - hlaðvarp by Snorri Björns

LANGA - hlaðvarp

5 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

34 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

9 Listeners