Liverpool kom tvisvar til baka í London til að næla í ágætt stig á Emirates í stórleik helgarinnar eftir góðan sigur í Leipzig í miðri viku. Slot heldur áfram að standast stóru prófin með sóma.
Svekkjandi að vinna ekki Arsenal auðvitað en alvöru áfallið kom í dag þegar Man Utd sagði Erik Ten Hag mjög ósanngjarnt upp störfum, hann sem var bara rétt að byrja.
Nýtt Ögurverk lið verður skipað vonarstjörnum Liverpool á Úrvalsdeildartímanum og óskum við eftir tilnefningum frá hlustendum/lesendum fyrir hvern þátt. Vonarstjörnurnar sem við erum að velja, eru ungir leikmenn sem miklar væntingar voru fyrir en náðu svo aldrei að slá í gegn hjá Liverpool. Byrjum þetta á markönnum, þið tilnefnið og við veljum í næstu viku.
Þessi vika inniheldur tvo leiki gegn spræku Brighton liði.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done