Við erum mjög langt í frá búnir að jafna okkur á Svarta Föstudeginum en neyðumst nú til að velta hinu óhugsandi fyrir okkur, hver tekur við af Klopp næsta sumar? Ekki bara Klopp heldur öllum hans helstu samstarfsmönnum líka?
Liðið hélt annars áfram að malla vel í vikunni og fór áfram í báðum bikarkeppnum, nú er bara Wembley eftir í Deildarbikarnum og í FA Cup fáum við Southampton næst og þar með tækifæri til að nota áfram lagerinn af akademíustrákum sem hafa verið að grípa sín tækifæri rosalega vel undanfarið.
Framundan er svo stærsta vika tímabilsins það sem af er, Chelsea á miðvikudaginn ofan í allt Klopp dramað og svo er það Arsenal úti um helgina. Þurfum góðar fréttir úr þessum leikjum.
Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: Maggi og SSteinn.
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti. Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done