Í rúman aldarfjórðung hefur breska hljómsveitin Tindersticks verið að móta sinn sérstaka hljóðheim, dramtískt kammerpopp með melankólískum textum og einkennandi baritónsöng Stuarts Staple. Þessi virta sveit kemur fram á tónleikum í Hljómahöllinni í Keflavík í febrúar og leikur meðal annars lög af nýútkominni tólftu plötu sinni, No Treasure but hope. Við hringjum til Frakklands og ræðum við Stuart Staple úr Tindersticks.
Marta Sigríður Pétursdóttur rýnir í kvikmyndina Gullregn eftir Ragnar Bragason
Húsnæði Ljósmyndaskólans á Granda hefur stækkað um heilan sýningarsal á síðustu vikum. Í rýminu má nú finna verk sex útskriftarnema, sem veita gestum innsýn inn í fjölbreytt umfjöllunarefni, allt frá fósturmissi til eyðibýla í kartöfluþorpi. Útskriftarneminn Hrafna Jóna Ágústsdóttir leiðir okkur um sýninguna.
Og við kynnum okkur 150 ára gamlan, bandarískan asna