Lestin

Gummi Emil í köldum potti, No Other Land, Pálmi sér loks Poor Things

03.06.2024 - By RÚVPlay

Download our free app to listen on your phone

Download on the App StoreGet it on Google Play

Við byrjum í bakgarðinum hjá líkamsræktarfrömuðinum Guðmundi Emil sem hefur vakið athygli fyrir áhugaverð myndbönd á samfélagsmiðlum. Og þar höldum við áfram að velta fyrir okkur víkingum og tilhneigingu ungs fólks til að líta til fortíðar eftir svörum við vandamálum nútímans.

Pálmi Freyr Hauksson var staddur á ferðalagi í Marokkó og átti í stökustu vandræðum með að sjá kvikmyndina Poor Things til að geta fjallað um hana í Óskarsyfirferð Lestarinnar. Nú hefur hann hins vegar séð myndina, og í dag fer hann yfir flokkinn Besta leikkona í aðalhlutverki.

No Other Land nefnist ný heimildarmynd sem var frumsýnd á Berlinale kvikmyndahátíðinni núna í febrúar. Hún er framleidd af palestínskum og ísraelskum kvikmyndagerðarmönnum, og fjallar um hernumið fjallaþorp á Masafer Yatta svæðinu á Vesturbakkanum. Myndin hefur vakið mikið umtal í kjölfar frumsýningarinnar, ekki síst vegna ræðu sem aðstandendur hennar fluttu þegar þeir tóku á móti verðlaunum fyrir bestu heimildarmynd á hátíðinni en myndskeið af þessari ræðu hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum nýverið.

More episodes from Lestin