Síðastliðin tvö ár hefur listkennsludeild Listaháskólans unnið að uppbyggingu nýrrar námslínu við deildina, sniðna að listamönnum sem vilja vinna með jaðarhópum, og nýta listina til að stuðla að velferð, tengslamyndun og valdeflingu. Verkefnið verður kynnt á sérstakri málstofu á morgun en við fáum forsmekkinn í Lestinni í dag, þar sem þær Kristín Valsdóttir og Halldóra Arnardóttir segja okkur meðal annars frá vinnu sinni með Alzheimer sjúklingum.
Við horfum inn í heim þar sem samfélagið hefur þurrkast út vegna banvænnar veiru, þar sem öll börn fæðast sem einvherskonar krúttlegir blendingar af mönnum og dýrum. Katrín Guðmundsdóttir rýnir í sjónvarpsþættina Sweet Tooth á Netflix.
Tónlistarmaðurinn Haki heimsækir Lestina á eftir, en það styttist í aðra breiðskífu þessa 19 ára rappara, Undrabarnið, sem kemur út á næstu vikum. Við ræðum samstarf við Bubba, Hverfisgötuna og hvort ný kynslóð íslenskra rappara sé að stíga fram á sjónarsviðið um þessar mundir.