Rihanna tróð upp í hálfleik á Ofurskálinni um helgina, það er úrslitaleikurinn í ameríska fótboltanum og einn stærsti sjónvarpsviðburður vestanhafs á hverju ári. Til að ræða þetta mikla sjónarspil fengum við sviðslistagagnrýnanda Víðsjár yfir til okkar, hana Nínu Hjálmarsdóttir.
Eyrún Lóa Eiríksdóttir segir Suður-kóresku sjónvarpsbylgjunni sem teygir anga sína alla leið hingað í gegnum Netflix og fjallar um þættina Crash Course in Romance sem eru um margt merkilegir.
Að lokum er ekki annað hægt en að velta ástinni fyrir sér á valentínusardegi, hvaða form hún tekur og hvort hún sé kannski svolítið ill í eðli sínu.