Tónlistarmaðurinn, myndlistarmaðurinn og fatahönnuðurinn Marcy Mane er áhrifamikill í neðanjarðarrappsenu Bandaríkjanna. Þórður Ingi Jónsson ræðir við Marcy um stafræna list í nútímanum en hann ber merkilegt nokk ættarnafnið Ölfus, sem er mögulega hægt að rekja til Ölfusár á Íslandi.
Eins og klám mótar væntingar fólks til kynlífs, rómantískar gamanmyndir móta væntingar til ástarsambanda, þá móta hamfarabíómyndir væntingar okkar til tímalengdar heimsendis - og skapa mögulega lífshættulega skekkju. Kristján sendir okkur pistil úr einangrun um heimsendabíómyndir og tímaskynjun.
Að fara yfir mörk einhvers. Einu sinni þýddi þetta orðasamband eitthvað meira en það þýðir í dag, þegar það er notað næstum því til að fyrra sig ábyrgð fremur en að gangast við henni. Annadís Gréta Rúdólfsdóttir, dósent við menntavísindasvið Háskóla Íslands tekur sér far með lestinni þar sem við veltum fyrir okkur hugtakanotkun metoo hreyfingarinnar og gengisfellingu orðasambanda í höndum meintra ofbeldismanna.