Honum var lýst sem endalokum Harmageddon - síðasta útvarpsþætti þeirra Frosta Logasonar og Þorkells Mána Péturssonar á X-inu 977 þann 24. September 2021 og það þóttu mikill tímamót. Harmageddon hafði eftir allt saman verið í loftinu í 14 ár og á þeim tíma unnið sér sess sem einn vinsælasti útvarpsþáttur landsins en jafnframt einn sá umdeildasti. Margir syrgðu brotthvarf þeirra Frosta og Mána, aðrir fögnuðu. En PC-fólkið var ekki lengi í paradís, í vikunni tilkynntu þeir félagar að Harmageddon hyggðist snúa aftur - nú sem hlaðvarpsþáttur í áskriftarformi. Frosti og Máni mæta í Lestina og spjalla um hlaðvarpsformið, pólitískan rétttrúnað, hlutverk fjölmiðla og hjónabandsráðgjöf.