Drum and Bass plötusnúðahópurinn Hausar fagnar 10 ára afmæli í ár, en þeir hafa verið óþreytandi í að standa fyrir reglyulegum danstónlistarviðburðum um alla borg. Danni Croax og Bjarni Ben setjast um borð í Lestina og ræða sögu Drum and Bass tónlistarinnar, dans á tímum covid og aukna fjölbreytni í áheyrendahópnum undanfarinn áratug
Gunnar Ragnarsson rýnir í tvær ólíkar kvikmyndir, hina bosnísku Hvert ferðu, Aida? sem hlaut Evrópsku kvikmyndaverðlaunin sem besta mynd ársins 2021 og íslensku spennumyndina Harmur eftir tvo rétt rúmlega tvítuga kvikmyndagerðarmenn.
Anna Marsibil ferðast ekki með Lestinni í dag en á þessum tímum fannfergis, veðurofsa og rauðra viðvarana er viðeigandi að endurflytja innslag frá 2019 þar sem hún velti fyrir sér ástæðum þess að við elskum að tala um veðrið.