Í Lestinni í dag verður rætt um gagn eða gagnleysi siðareglna, en í gær kærði sjávarútvegsfyrirtækið Samherji 11 starfsmenn ríkisútvarpsins til siðanefndar stofnunarinnar. Blaðamenn og fræðimenn á sviði fjölmiðla ræða málið í þættinum.
Í tilefni að 250 ára afmæli þýska heimspekingsins Georg Wilhelm Friedrich Hegel reyna þáttarstjórnendur að ná utan um hugmyndir hans - en fáir heimspekingar þykja jafn erfiðir aflestrar og Hegel. Rætt verður við Björn Þorsteinsson, prófessor í heimspeki.
Gunnar Theodór Eggertsson kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar rýnir í tvær nýjar Hollywood-myndir sem fjalla um tímaflakk. Þetta eru spennumyndin Tenet eftir Christopher Nolan og grínmyndin Bill & Ted Face the Music.