Þegar Bónus grísnum var breytt um daginn og skakka augað sem mörgum þótti vera krúttlegt karaktereinkenni á þjóðþekktum teiknimyndagrís mótmæltu margir. Við ætlum að ræða svipaða breytingu á öðru 50 ára gömlu vörumerki sem hefur þangað til núna fengið að standa óbreytt. Við fáum álit grafíska hönnuðarins Sigurðar Oddssonar á þessu máli sem þurfti að róa taugarnar áður en hann gat tjáð sig um þetta opinberlega.
Doctor Who eru langlífustu vísindaskáldskaparþættir í sjónvarpssögunni. Þrettán leikarar hafa farið með hlutverk þessa tímaflakkara úr geimnum í 60 ára sögu þáttanna, en allir hafa verið hvítir á hörund. Um helgina var tilkynnt að skosk-rúandski leikarinn Ncuti Gatwa verði sá fjórtándi sem fer með hlutverkið, en sá fyrsti svarti. Við ræðum við einn aðdáanda þáttanna um nýja doktorinn.
Það styttist í sveitastjórnarkosningar og Oddur Þórðarson, stjórnmálafræðinemi og blaðamaður, fjallar um kosningabaráttuna eins og hún hefur komið honum fyrir sjónir á netinu. Hann veltir fyrir sér frelsisborgurum og bláma í kosningamyndöndum.