Sign up to save your podcastsEmail addressPasswordRegisterOrContinue with GoogleAlready have an account? Log in here.
Heimsendir eru þættir sem fjalla um Japan, japanska sögu og menningu. Þáttastjórnandinn Stefán Þór býr ásamt fjölskyldu sinni í Japan og segir okkur frá lífinu þar - hvernig það er að vera leikari í J... more
FAQs about Heimsendir:How many episodes does Heimsendir have?The podcast currently has 148 episodes available.
April 04, 2023#78 Kyotobúinn Ída PálsdóttirÍda Pálsdóttir fluttist til Kyoto með fjölskyldu sinni í byrjun árs 2022. Í þessum þætti ræðum við menningarsjokkið sem fylgdi komunni, kosti og galla þess að búa í Japan, kyrrðina í Kyoto og fleira til. Þessi þáttur er í opinni dagskrá en ég minni á Patreon þar sem hlustendur geta fengið aðgang að öllu efni Heimsendis fyrir litlar 700 kr. á mánuði. Takk fyrir að hlusta!...more1h 8minPlay
March 21, 2023#77 Karrímorðinginn í WakayamaÁrið 1998 átti sér stað skrýtinn atburður í Wakayama héraði í suðvestur Japan. Fólk lést eftir að hafa borðað karrírétt með hrísgrjónum en enginn vissi hvað hafði gerst fyrr en rannsókn á málinu leyddi ýmislegt í ljós. Í þessum þætti fjalla ég um karrímorðin í Wakayama og fólkið á bakvið þann myrka atburð. Kæri hlustandi, þessi þáttur er í opinni dagskrá en ég minni á Patreon appið fyrir þau ykkar sem viljið fullan aðgang að öllum þáttum sem og að styðja við bakið á þessu hlaðvarpi. Takk fyrir að hlusta!...more38minPlay
March 14, 2023#76 Lífið í Tokyo - Sértrúarsöfnuðurinn Happy ScienceÞESSI ÞÁTTUR ER Í ÁSKRIFT Á PATREON. Sjáumst þar!Happy Science er einn stærsti sértrúarsöfnuður Japans. Leiðtoginn og stofnandinn er guðinn El Cantare endurfæddur en eftir nýlegt andlát hans er framtíð safnaðarins óljós. Í þættinum reyni ég líka að svara spurningunni hvort japanir séu meira hneigðir til sértrúar en aðrar þjóðir og mögulegar ástæður fyrir því. ...more5minPlay
March 07, 2023#75 Butoh og tveir pólar Japans með Snæfríði IngvarsdótturSnæfríður Ingvarsdóttir er leikkona og Japansvinur. Við hittumst síðast í Tokyo í byrjun árs 2023 og í þessum þætti spjöllum við um upplifun hennar af Japan, dans- og listforminu Butoh, menningarmun þjóðanna og margt fleira. Kæri hlustandi, þessi þáttur er í opinni dagskrá en ég minni á Patreon appið þar sem þú getur nálgast alla þætti Heimsendis í áskrift og þannig stutt við bakið á þessu hlaðvarpi. Arigatou gozaimashita!...more1h 19minPlay
March 02, 2023#74 Lífið á ÍslandiÞESSI ÞÁTTUR ER Í ÁSKRIFT. KOMIÐ YFIR Á PATREON!Ég er á Íslandi og það er næs. Í þessum þætti fjalla ég um ferðalagið vestur til Íslands og taktbreytinguna sem ég upplifi hér samanborið við Japan. Þetta er eintalsþáttur þar sem ég tala í frjálsu flæði um allt og ekkert, kem aðeins inná sértrúarsöfnuði sem mig langar að taka fyrir nánar í næstu þáttum. Takk fyrir að hlusta og við skulum sjást á Patreon!...more6minPlay
February 14, 2023#73 Lífið í Tokyo - Hættuleg dýr, glæpamenn og skrýtnar staðreyndir JapansÞessi þáttur er í áskrift. Ég mæli með að hlusta í Patreon appinu! Hver eru hættulegustu dýr Japans? En glæpamenn? Hverjar eru frægustu konur Japans? Skrýtnar auglýsingar, staðreyndir og ríkasta fólkið. Allt þetta og meira til í þætti dagsins þar sem ég fjalla um topp 5 Japans í ýmsum flokkum. Önnur umræðuefni eru baðhúsamenning, hjólreiðar og hlutabréf.Kæri hlustandi, árið 2023 ætla ég að stækka Patreon fjölskylduna upp í 50 manns. Viltu vera með? Náðu þá í Patreon appið, finndu Heimsendi og skráðu þig. Það kostar ekki nema 700 kr. á mánuði. Takk fyrir að hlusta!...more7minPlay
February 07, 2023#72 Versta flugslys í sögu JapansJapan Airlines 123 var versta flugslys í sögu Japans. Bilun kom upp í stórri Boeing þotu félagsins með 524 manns um borð. Í þessum þætti fjalla ég um aðdrög og afleiðingar slyssins sem lifir enn í manna minnum hér í Japan. Kæri hlustandi, þessi þáttur er í opinni dagskrá en ef þú vilt styrja þáttinn OG fá fullan aðgang að öllum þáttum mæli ég með að ná í Patreon appið og gerast áskrifandi. Takk fyrir að hlusta!...more30minPlay
January 31, 2023#71 Lífið í Tokyo - Hvað gerist ef maður borðar bara kjöt og ávexti?ÞESSI ÞÁTTUR ER Í ÁSKRIFT. Ég mæli með að ná í Patreon appið og hlusta þar, það kostar ekki nema 700 kr. á mánuði!Í þessum þætti fjalla ég um mataræði síðustu vikna: svínasteik, epli, nautasteik, lifur, bláber, jógúrt, camembert, kjúklingur, og mikið af eggjum. Hverjir eru kostir þessa mataræðis? Hverjir eru gallarnir? Hvernig eru hægðirnar? Önnur umræðuefni eru stærstu ógnir ársins 2023....more6minPlay
January 24, 2023#70 Músík og módelstörf með Tyler ToicTyler Toic er tónlistarmaður, leikari og fyrirsæta í Tokyo. Við kynntumst þegar við unnum sem lífverðir (eða þvíumlíkt) fyrir Gucci. Í þessum þætti ræðum við líf listamannsins í Japan - tónlist, leiklist og módelstörf. Seinna í þættinum rýnum við hart í félagsleg vandamál Japans og möguleika og tækifæri framtíðar. Kíkið á tylertoic.com fyrir allt sem Tyler hefur uppá að bjóða!Kæri hlustandi, ef þú hefur gaman af Heimsendi þá bið ég þig að kíkja á Patreon.com/heimsendir og skoða úrvalið. Þar má nálgast fullan aðgang að öllum þáttum. Takk fyrir að hlusta!...more1h 30minPlay
January 17, 2023#69 Japanski hermaðurinn sem gafst ekki uppÞessi þáttur er í áskrift á Patreon.com/heimsendir - ÉG MÆLI MEÐ AÐ HLUSTA Í PATREON APPINU!Hiroo Onoda var japanskur hermaður í seinni heimstyrjöldinni sem barðist á Lubang eyju Filippseyja. Hann er frægastur fyrir heldur síðbúna uppgjöf en hann gafst ekki upp fyrr en árið 1974, þá hafði hann búið í frumskóginum í um 30 ár. Þessi þáttur Heimsendis er ákveðinn söguþáttur sem fjallar um líf Onoda liðsforingja í felum sem og um aðdraganda stríðsins í Austur og Suðaustur Asíu. Kæri hlustandi, sjáumst á Patreon! ...more4minPlay
FAQs about Heimsendir:How many episodes does Heimsendir have?The podcast currently has 148 episodes available.