K-pop-sérfræðingur Lestarinnar Hulda Hólmkelsdóttir lýkur fjögurra pistla ferð sinni um heim kóreiskrar popptónlist. Í þetta sinn kafar hún í hneykslismál tengdum kóreisku poppstjörnunum, ædolunum svokölluðu, en þau geta verið af ýmsum toga.
Við tökum upp þráðinn þar sem frá var horfið í umfjöllunum okkar um íslensk hlaðvörp. Tinna Björk Kristinsdóttir, Ingólfur Grétarsson og Tryggvi Freyr Torfason eiga líklega eitt vinsælasta hlaðvarp landsins sem ekki fjallar um morð eða fótbolta: Þarf alltaf að vera grín?
Síðan í desember hafa á þriðja þúsund manns látist úr sjúkdómum tengdum hinni nýju Corona-veiru, Covid-19 eins og hún er kölluð. Óttinn við veirur, smitsjúkdóma, faraldur og pláguna er djúpstæður í menningu okkar og skilningur okkar á atburðum og hræðsla sprettur úr þessu sameiginlega minni okkar. Í Lestinni í dag skoðum við veirur og nokkur dæmi um hvernig faraldur birtist í skáldskap.