Nú þegar stór hlut heimsbyggðarinnar neyðist til að halda sig heima er mikilvægt að velta fyrir sér hugtakinu heimili. Í nýrri pistlaröð fjallar Tómas Ævar Ólafsson um heimili og heimþrá og mikilvægi þess að eiga sér samastað
Ferðalög koma einnig við sögu í Lestinni í dag. Katrín Sif Einarsdóttir er líklega einhver víðförlasti Íslendingur sögunnar, að minnsta kosti ef talið er í heimsóttum löndum, en hún hefur komið til meira en 200 lönd. Í Lestinni í dag verður flutt viðtal við Katrínu Sif.
Sixteen Oceans nefnist ný plata frá breska raftónlistarmanninum Kieran Hebden, sem kallar sig yfirleitt Four Tet. Davíð Roach Gunnarsson rýnir í plötuna.
Nú á dögunum kom út fyrsta lagið í níu ár frá hljómsveitinni Bright Eyes. Lagið nefnist Persona Non Grata og er það fyrsta sem heyrist af væntanlegri plötu indísveitarinnar.