Nú þegar stór hlut heimsbyggðarinnar neyðist til að halda sig heima er mikilvægt að velta fyrir sér hugtakinu heimili. Undanfarnar vikur hefur Tómas Ævar Ólafsson fjallað um heimili og heimþrá. Að þessu sinni rannsakar hann þá þversagnakenndu tilfinningu að upplifa heimþrá á eigin heimili.
Á tímum samkomubanns finnur lifandi tónlist sér farveg í streymi á samfélagsmiðlum og efnisveitum. Áður en vef-streymið ruddi sér rúms var nokkuð um það að tónlistarmenn kvikmynduðu tónleika sína og framleiddu sérstakar tónleikakvikmyndir. Davíð Roach Gunnarsson fjallar um kvikmyndaða tónleika í Lestinni í dag.
Við rifjum upp feril hinnar óviðjafnanlegu Jane Fonda, ekki sem leikkonu eða líkamsræktarfrömuðar heldur sem aðgerðarsinna.
Og við fáum fregnir af nýjasta listaverki götulistamannsins Banksy - en eins og aðrir þarf hann að vinna heima um þessar mundir.