Hildur Guðnadóttir varð á sunnudag fyrst íslendinga til að hljóta Óskarsverðlaunin, fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jóker. Anna Marsibil gerði sér sérstaka ferð til Los Angeles til að fylgjast með verðlaunahátíðinni. Henni tókst að hafa upp á Hildi á mánudagsmorgun. Við ræðum við nýkrýndan Óskarsverðlaunahafa Hildi Guðnadóttur í Lestinni í dag.
En rauði dregillinn og Hollywood eru ekki einu staðirnir sem Lestin heimsækir í Los Angeles í dag. Stoppað verður stutt í skuggahverfi borgarinnar, Skid Row, og skoðaðar verða lífssögur útigangsfólks í gegnum myndbandsverkefnið Soft White Underbelly. Viðmælendur voru: Snorri Rafn Hallson, Silvía Sif Ólafsdóttir, Pétur Ingi Jónsson og Fríða Ísberg.
Halldór Armand Ásgeirsson flytur okkur svo pistil að venju á þriðjudegi. Í pistli sínum í dag heldur Halldór Armand því fram að nútíminn sé tími fortíðarinnar. Nútímastjórnmál sjá fortíðina í rósrauðum bjarma og samskiptamiðlar þrífast á fortíðinni.