Á Íslandi eru engin sértæk úrræði fyrir hinsegin fólk með fiknivanda. Er þeirra yfirhöfuð þörf? Næstu vikur deila hinsegin fíklar með okkur reynslu sinni af íslenskum meðferðarúrræðum.
Nú á dögunum voru gerðar breytingar á einu allra þekktasta vörumerki íslenskrar verslunarsögu, Bónusgrísinum svokallaða, einkennismerki lágvöruverslanakeðjunnar Bónus. Við kíkjum í kaffi til Edithar Randý Ásgeirsdóttur sem hannaði merkið upprunalega árið 1989. Í fyrsta skipti í útvarpi segir Randý fæðingasögu Bónusgríssins.
Ekki fjárfestir, ekki bóksali, ekki dönskukennari, ekki spákona. Hólmfríður Anna Bjarnardóttir veltir fyrir sér hvernig við skilgreinum okkur sjálf og hringir í nokkra af þeim sextíu sem skrá sig í símaskrána sem ekki eitthvað.