Í síðustu viku heyrðum við fyrsta innslagið af svokölluðum blaðlauk frá Jón Torfa Arasyni og Þórdísi Claessen. Í þessum innslögum sínum flysja þau lögin af ýmsum hversdagslegum fyrirbærum, og í dag er það hversdagsdrykkurinn sjálfur. Kaffi, sem þau ætla að fjalla um. Þau kíkja í kaffi til Lukaszar Stencel sem rekur kaffibrennsluna Kvörn
Bíóklassík dagsins er Djöflaeyjan sem var sýnd í sjónvarpinu í gærkvöldi á eftir heimildarþáttunum Ísland Bíóland. Djöflaeyjan var risastór og dýr mynd um líf stórfjölskyldu í braggahverfi um miðja síðustu öld. Við veltum meðal annars fyrir okkur af hverju sögulegar períóðumyndir á borð við Djöflaeyjuna eru jafnt fátíðar á Íslandi og raun ber vitni.
Hljóð getur haft ýmsa virkni í samskiptum dýra þau synga til að laða að sér maka, þau öskra og æpa til að hræða andstæðinga. Við mannfólkið erum engin undantekning, við njótum þess að hlusta á fallega tónlist en hávær og skerandi hljóð geta verið sársaukafull. Þetta gerir hljóð að vænlegu vopni til að stýra fólki. Þórður Ingi Jónsson skoðar hvernig hljóði hefur verið beitt í hernaði bæði í samtíð og sögu.
Við förum svo yfir það helsta sem gerðist á íslensku tónlistarverðlaununum um helgina