Það er sannkallaður fjölskylduslagur í Hljómboxinu því allir keppendur eru í sömu fjölskyldunni. Mæðgurnar Gunnella og Lovísa keppa á móti feðgunum Úlfari og Ebba.
Við heyrum ýmis skemmtileg brot úr kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, sturtusöngarinn syngur fyrir okkur vel valin lög, við heyrum orð borin fram aftur á bak, reynum að greina hvaða hljóðfæri er verið að spila á svo eitthvað sé nefnt.
Umsjón: Sigyn Blöndal
Framleiðsla og spurningahöfundar: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson
Hugmynd og höfundur leiksins: Sindri Bergmann
Leikarar: Hera Ólafsdóttir, Karl Pálsson og Rúnar Freyr Gíslason
Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson
Keppendur:
Guðrún Erla (Gunnella) Hólmarsdóttir
Lovísa Margrét Eðvarðsdóttir
Eðvarð Atli Birgisson
Úlfar Kári Eðvarðsson