Í dag mætast krakkar sem eiga það sameiginlegt að eiga syngjandi mömmur og eru því mjög vön því að hlusta. Það eru þau Guðrún Saga og Einar Kristján sem mæta til leiks með mæðrum sínum, en þær stjórna saman kvennakórnum Kötlu. Þar vinna þær saman, en hvernig fer þegar þær keppa á móti hvor annarri? Við heyrum ýmis skemmtileg brot úr kvikmyndum, sturtusöngvarinn syngur fyrir okkur vel valin lög, dinnerpíanistinn leikur listir sínar, við heyrum orð borin fram aftur á bak og fleira.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Hugmynd og höfundur leiksins: Sindri Bergmann
Leikarar: Gunnar Hansson, Helga Margrét Höskuldsdóttir og Karl Pálsson
Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson
Keppendur:
Guðrún Saga Guðmundsdóttir (Róvind)
Lilja Dögg Gunnarsdóttir (Róvind)
Hildigunnur Einarsdóttir (Snarkarar)
Einar Kristján Skúlason (Snarkarar)