Bæði lið dagsins koma úr Úlfarsárdalnum, réttara sagt úr Dalskóla. Það eru vinkonurnar Ingdís Una og Ísabella sem báðar eru í Dalskóla og eiga mömmur sem vinna þar. Já, þetta er sannkallaður nágrannaslagur og verður forvitnilegt að vita hver fer með sigurinn aftur heim í dalinn góða. Stórskemmtileg viðureign í Hljómboxinu, eins og alltaf!
Keppendur:
Ingdís Una Baldursdóttir (Tístarar)
Lárey Valbjörnsdóttir (Tístarar)
Ísabella Arna Brynjarsdóttir (Hafið)
Auður Valdimarsdóttir (Hafið)
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Leikarar og sturtusöngvarar: Rúnar Freyr Gíslason, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Karl Pálsson
Hljóðvinnsla: Georg Magnússon